10.12.2010 | 13:02
Ferð til borganes
Þann 9.nóvember fórum við til Borganess til þess að skoða staði sem tengist Agli Skalla-Grímssyni.Við fórum á sýninguna um Egill og fjölskylda hans á Landnámssetrinu í Borganesi. Ég og Unnur hlustuðum á tækin og fórum eftir fyrirmælunum þar.Sýningin var um þegar Egill var lítill strákur og alveg þangað til að hann var stór og sterkur karlmaður. Þegar við vorum búin að hlusta á sýninguna fórum við að Brákasundi þar sem Þorgerður Brák dó en hún var fóstra Egils. Eftir þetta fórum við í Skalla-Grímsgarðinn og skoðuðum hauginn sem Skalla-Grímur liggur í. Næst fórum við í Borg á Mýrum og skoðuðum kirkju og styttu sem er til minningar um son Egils. Næst fórum við að Reykholt og fórum inn í kirkju til þess að fræðast um Snorra Sturluson því við ætlum að fara lesa um hann eftir áramótin. Talið er að Snorri hafi skrifað söguna um Egils,svo fórum við að skoða kirkjuna rétt hjá og snorralaugina.
Áhugaverðast var hvar Skalla-Grímur var grafin og hvernig vissu allir að hann var grafin þarna? Þessi ferð var mjög sérstakt vegna þess að ég er búin að bíða eftir þessum svo lengi vegna þess að mig hlakkar til að fræðast meira um þetta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.